Tæknilegar upplýsingar um Varðhundinn®
Í kjölfar umsóknar getur sá sem sótti um Varðhundinn® sett slóðir (vefi) í vöktun hjá Modernus og bætt við notendum sem eiga að fá sendar aðvaranir frá vaktkerfinu.
- Veljið Stillingar (efst í valglugganum eftir innskráningu á login.modernus.is)
- Veljið Varðhundurinn® í vallistanum og þar undir "þjónar".
- Smellið á "Bæta við" og gefið "þjóninum" nafn að eigin vali.
- Skrifið inn slóðina (URL) á síðuna sem á að vakta t.d. www.island.is.
- Vandið innsláttinn sérstaklega. Portnúmerið er yfirleitt alltaf 80 og svartímamarkmiðið er sjálfkrafa 10 sekúndur. Það þýðir að kerfið býður í allt að 10 sekúndur eftir því að vefurinn svari áður en aðvörun er send út.
- Næmni vöktunarinnar er stillt inn undir "Viðvörun á timout nr. 1 þýðir mesta næmni og 5 minnsta. 3 þýðir að kerfið gerir þrjár tilraunir áður en viðvörun er send út. Yfirleitt er þetta stillt á 2-3. Mjög mikilvægir vefir velja 1-2. Minna mikilvægir vefir velja 4-5.
- Næst þarf að skrá inn vakthafandi starfsmann undir "bæta við notanda". Sé hakað við SMS sendir kerfið SMS aðvörun á símanúmerið sem skráð er inn hjá viðkomandi notanda undir "mínum stillingum". Fáir þurfa tilkynningu þegar vefur er kominn upp að nýju.
- Varðhundurinn getur líka vaktað efnislega hluti. Algengast er að menn vilji fá senda aðvörun ef t.d. orðið "innskráning", "bóka" eða "panta" finnst ekki. Einnig má vakta hvort f óæskileg orð eða orðasambönd dúkki uppi á vefsíðunni. Haka þarf við í box ef um er að ræða skort á viðkomandi texta.
- Munið að smella á "bæta við" undir hverjum lið og smella á "Vista" í lokin.