Ný verðskrá fyrir Svarboxið

Langt er síðan að verðskrá Svarboxins var síðast uppfærð, þótt helstu keppinautar okkar hafi gert það. Nýja verðskráin er örlítið breytt og styttri, bilin færri. Nú skartar hún ókeypis útgáfu fyrir einyrkja og þá sem aðeins þurfa 1 þjónustufulltrúa, sem eru helst ýmiskonar góðgerðarsamtök, litlir skólar o.þ.h. Nýja verðskráin tók gildi 15. ágúst.

Verð með 24.5% virðisaukaskatti.

 

Sem dæmi þá er árgjald Svarbox þjónustu með fjóra samtímanotendur eingöngu 49.960 krónur á ári. Verðið hjá okkar helsta samkeppnisaðila, sem er bandarískur, er næstum helmingi hærra eða rúmar 83.000 krónur! Fyrir stærri fyrirtæki, sem þurfa deildarskiptingu og 10 samtímanotendur kostar þjónusta okkar eingöngu 109.900 krónur á ári, eftir hækkunina, en heilar 430.000 krónur hjá samkeppnisaðilanum! Hækkun verðskráarinnar er um 19%, án tillits til nýju frí-þjónustunnar, sem eðli málsins samkvæmt er fyrst og fremst ætluð til að auglýsa íslenska spjallkerfið :).

Sumarið 2017 gáfum við út Svarbox 2.0, forrit fyrir þjónustufulltrúa og í sumar kynntum við nýtt viðmót fyrir spyrjendur (ytri spjallglugginn) beta útgáfa. Við munum halda áfram að bæta þjónustuna og tengja þá sem heimsækja heimasíðuna þína við þjónustufulltrúa ykkar, með fókusinn á meiri þjónustu og meri sölu.

 

Post created 15. Aug 2018 16:54