Vika 29 (16.07 - 22.07) birt

Veflistinn.is uppfærður

Gagnasöfnun og athuganir vélmenna

Vedur.is er vefur sem auðvelt er að ná nytsamlegum upplýsingum frá með vélrænum hætti, en þá skiptir máli með hvaða hætti upplýsinganna er aflað. Í vikunni fannst vélræn umferð sem bjó til gerfinotendur, eflaust af fyrirtæki í ferðamannabransanum. Óþarfi er að nota botta sem nota vafra til að ná í upplýsingar, t.d. af vedur.is, og viljum við biðja viðkomandi að nota betri leiðir.
Annar vefur sem lennti í sjálfvirkum athugunum er vefur Akranes, en yfir 5.000 notendur komu frá sama aðila á sunnudaginn var.

Framtíðaráhugamál

Hjólreiðafélag Reykjavíkur auglýsti í vikunni fjallahljólanámskeið fyrir börn og unglinga sem varð þeirra mest lestna undirsíða yfir vikuna. Við mælum sterklega með því að börn fái hreyfingu. En fyrir eldra fólk, sem annaðhvort er í góðu formi eða kýs að efla hugann, mælum við með tölvuleiknum Counter-Strike : Global Offensive. Tvo lið fyrir fólk á eftirlaunum eru starfandi í Skandinavíu, Silver Snipers og Gray Gunners. Þau lið kepptu gegn hvort öðru í sumar og hafa mætt á samkomur til að spila. Spilarar liðana segja að spila Counter-Strike reyni á hugann og viðhaldi skerpu í hugsun. Ísland ætti að stofna slíkt lið og koma af stað norðurlandamóti.


// gudmundur

Post created 23. Jul 2018 12:06