Vika 26 (25.06 - 01.07) birt.

Veflistinn.is uppfærður.

Fjórar mest lesnu greinar vikunnar á vefum sem skráðir eru í vefmælingu eru í neikvæðari kantinum. Eldsvoði í húsi á Akranesi, innbrot á Sauðárkróki, íbúi í Reykjanesbæ ósáttur við Arion Banka vegna máls tengdu kísilverksmiðjunni í Helguvík og grein Bændablaðsins um áhyggjufullan bónda er enn á lista. 
Á jákvæðari nótum birtu Víkurfréttir myndband af garðeigendum í Keflavík sem leggja mikinn metnað í að halda garðinum sínum snyrtilegum og ganga um garðinn í gaddaskóm til þess að gata svörðinn og hleypa meira súrefni til rótanna.
// thor

Skrifað 02. Jul 2018 15:15