Vika 25 (18.06 - 24.06) birt.

Veflistinn.is uppfærður
Á vef bændablaðsins er frétt um bónda sem hefur áhyggjur af uppkaupum auðmanna á bújörðum og yfirtöku veiðifélaga. Þá eru golfvellir landsins margir hverjir í slæmu ástandi m.a. vegna lélegrar umgengni íslenskra kylfinga, þó veðrið síðustu mánuði hjálpi ekki til, eins og kemur fram í grein vefsins kylfingur.is.
Vedur.is er enn langstærsti vefurinn á veflistanum, með tæplega 198.000 vikulega notendur. Má áætla að nokkuð stór hluti þeirra notenda séu kylfingar í von um betra veður en verið hefur undanfarið.
// thor

Skrifað 25. Jun 2018 15:07