Vika 48 (27.11 - 03.12) birt.

Nýr vikulegur listi birtur á veflistinn.is

Nýr vefur veidin.is fór í loftið núna aftur í þar síðustu vikur og var þetta hans fyrsta heila vika í vefmælingum. 2.404 heimsóttu vefinn í vikunni og var þar mest lesin frétt um að talið sé að um milljón laxar sleppi úr laxeldum og hafi það áhrif á laxveiðimenn. Fyrst þegar vefurinn fór í loftið heimsóttu hann ekki margir þar sem nokkrum klukkustundum síðar varð kerfishrun hjá 1984.is.

Jólin að nálgast

Ár hvert í upphafi desembers hækkar fjöldi talda notenda julli.is þar sem margir jólalagatextar eru á vefnum. Mikil gleði fylgir jólunum, eins og sést má á vefnum hans Júlla og við vorum að margar gleðilegar fréttir verði vinsælar nú í desember. Mest lesna grein þessarar og síðustu viku fjallaði þó um vandamál sem kemur upp í kringum jólin, en það eru sjálfsvíg og sjálfsskaði.

Í þessari viku hækkaði beinvernd.is mikið, en talning á notendum áttfaldaðist frá fyrri viku. Orsökin er ráðstefna um beinvernd þar sem kom fram að þriðjungur þeirra sem eru 65 ára detta árlega og á það sérstaklega við nú í desember þegar svell geta myndast víða og eru stórhættuleg þeim sem eldri eru.
Við biðjum ykkur öll um að hjálpa eldra fólki sem eitt er á ferð yfir hála jörð, ef þið hafið getu til, því það mun án efa fækka beinbrotum og hjálpa þeim sem veikastir eru fyrir falli.

// gudmundur

Skrifað 04. Dec 2017 10:06