Vika 47 (20.11 - 26.11) birt.

Nýr vikulegur listi birtur á veflistinn.is
Austurfréttir hækkuðu um 170% frá fyrri viku. Aukningin var að hluta til vegna víðlesins pistils föðurs Bjarna Jóhannesar Ólafssonar um sjálfsvíg sonar síns og hvernig það er fyrir foreldri að lenda í slíkum hörmungum. Bjarni var gítarleikari og söngvari í hljómsveitinni Churchhouse Creepers. Eftirlifendur í hljómsveit hans spiluðu saman á minningartónleikum sem tónleikahaldarar vildu nota til að auka þekkingu almennings á úrræðum aðstandenda og fólks í geðheilbrigðiskerfinu. Pieta og 1717 eru góðir forvarnaraðilar fyrir þá sem hugsa um sjálfskaða. Modernus hefur stutt 1717 með ókeypis netspjalli síðan í byrjun árs 2013.

Mikilvægasti vefur landsins heggur nærri eigin meti.

Eins og venjulega er vedur.is langmest lesni vefurinn á listanum með um og yfir 200.000 vafranotendur vikulega. Í síðustu viku hjó vefurinn nærri eigin meti með 225.989 mælda vafranotendur (stakir vafrareikningar á viku). Óhætt er að segja að vedur.is sé ekki bara einn stærsti vefur landsins, heldur einn sá allra mikilvægasti.  


// gudmundur

Skrifað 27. Nov 2017 10:27