Vika 42 (16.10 - 22.10) birt.

Veflistinn.is uppfærður

Þegar kostningar nálgast fjölgar heimsóknum á sumum vefum. Yfirleitt hækkar fjöldi vikulegra notenda althingi.is meir en við höfum séð síðustu vikur, þar er hægt að lesa um alþingismenn, skoða og hlusta á ræður, sjá setu í nefndum og fleira sem hjálpar kjósendum að gera upp hug sinn.
Á island.is er hægt að sjá hvort að þú sért skráður á einhvern meðmælendalista flokks, en island.is sló notendafjöldamet líklega vegna notenda sem vildi fá að vita hvort að undirskriftir þeirra á meðmælendalista flokka hafi verið tekið gilt. Vefurinn hækkaði um 62,6% notendur frá fyrri viku og endaði notendafjöldi vikunnar í 90.942, en fyrra met þeirra voru 80 þúsund notendur. Margar undirskriftir voru taldar ógildar þar sem sumir voru skráðir á fleiri en einn meðmælandalista flokks fyrir þessar kostningar.

// gudmundur

Skrifað 23. Oct 2017 09:41