Vika 42 birt á veflistinn.is

Þessa vikuna prufum við að birta fimm mest lesnu fréttir vikunnar, raðað eftir lesningu.

  1. Maðurinn sem lifir með harminum
  2. Þetta er hættulegasta kynlífsstellingin
  3. Banaslysið séð úr síma farþegans
  4. Sjáðu hvernig kattarkonan bjó með fimmtíu köttum í Reykjavík
  5. Fjögurra ára nauðgað hrottalega

Aldrei meiri lesning

Nokkrir vefir slóu met sín í fjölda notenda þessa vikunna. Í ár fóru oft um fjögur þúsund manns á utvarpsaga.is, en síðustu vikur hefur notendafjöldi utvarpsaga.is aukist til muna og hefur náð nýjum hæðum nú með 20.688 lesendur þessa vikuna. Hringbraut.is hefur hækkað í lesningu í hverri viku af þeim þrem sem þau hafa verið í Samræmdri vefmælingu.
Kki.is var með hlutfallslega mestu fjölgun lesenda þessa vikuna, eða 126,2% og var þar 400 notendum frá því að slá fyrra met sitt. Næst hæsti hástökkvari vikunnar evropan.is er þó því miður hvergi nærri fyrri hæðum.

Fréttir af bæjum

Var vandamál að fólk skildi eftir sig kerrur og bílhræ á Akranesi? Það var greininlega nógu mikið vandamál til að reglur voru settar til að banna slíkt. Í vikunni var frétt titluð Hefndin er sæt um að Arionbanki flytur kannski í fyrrum húsnæði Sparisjóðs Siglufjarðar. Menningarhátíð Seltjarnarness var haldin í vikunni. Þeir sem ekki gátu tekið þátt í hátíðinni geta þó lesið dagskránna og ákveðið hvort að þeir muni reyna að mæta á hana í næsta skipti.

Íslenskt, já takk!

Vinsælasta uppskrift vikunnar var að súpu með byggrjónum er gríðarlega girnileg. Bændablaðið fjallaði um alvarlega misnotkun á sýklalyfjum. Neysla Íslendinga á þeim er svipuð og á meðal annara Evrópuríkja, en þegar kemur að dýrarækt stunda aðrar þjóðir kannski ofnotkun á þeim. Þau eru að hluta til notuð til að stuðla að auknum vexti. Í Bandaríkjunum er stærsti hluti sýklalyfja settur í fóður og getur svona mikil notkun aukið líkur á fleiri nýjum ofurbakteríum sem eru ónæmar sýklalyfjum og geta borist í menn.

// gudmundur@isnic.is

Skrifað 19. Oct 2015 12:11