Vika 42/2018

Vika 41 (08.10 - 14.10) birt.

Nýr veflisti gefinn út veflistinn.is

Brimborg stökk upp í vefmælingu á milli mánaða, en þar á bæ var mikið partý sem hægt er að sjá stutt myndband af hér sem vert er að skoða. Trölli kom í fyrsta skiptið í top lista yfir mest lesnu greinar vikunnar.

// gudmundur

Vika 41/2018

Vika 40 (01.10 - 07.10) birt.

Nýr vikulegur listi kominn út á veflistinn.is

Körfubolti fyrir alla

Núna um helgina var körfuboltamót yngstu flokkana og kallaðist Alvogen mótið 2018. Þar var mikil skemmtun fyrir alla sem tóku þátt. Körfubolti er fyrir alla og geta þeir krakkar sem eru með sérþjarfir nú sótt körfuboltaæfingar.

// gudmundur

Vika 40/2018

Vika 39 (24.09 - 30.09) birt.

Veflistinn.is uppfærður.

Vinsælar vefslóðir eftir notendafjölda

Góð heilsa

Vefurinn heilsubankinn.is byrjaði í Samræmdri vefmælingu núna þessa vikuna. Stutt og áhugaverð grein er á vefnum um hvernig má auka þol. Flestir sem eru að byrja að hlaupa ættu að fara að þessum ráðum, þótt að nú sé að nálgast vetur. Vefumferð um hlaup.is er árstíðabundin og er að sjálfsögðu mest um sumrin og lægst um vetur, þannig að fækkun notenda frá fyrri viku kemur ekki á óvart.

Þó kemur á óvart mikil fækkun hjá heilsugaeslan.is, en sú fækkun er þó vegna breytingu á vef og slökkt var á mælingu. Á sama tíma tvöfaldaðist umferð um hjukrun.is.

// gudmundur

Vika 39/2018

Vistun og veföryggi

Svarbox samtöl aðeins vistuð í fjóra mánuði.

Í tilefni nýrra laga um persónuvernd og GDPR höfum við ákveðið að stytta líftíma samtala í Svarboxinu á milli þjónustufulltrúa og spyrjenda annars vegar en lengja til samræmis líftíma samtala á milli þjónustufulltrúa (agent-to-agent chat) hins vegar.

Öll samtöl sem fara um netspjallið Svarbox® verða héðan í frá aðeins geymd í 4 mánuði og eytt sjálfkrafa að þeim tíma liðnum. Fjórir mánuðir þykir okkur nægilega langur tími og í samræmi við 12. gr. laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti.

Aukið veföryggi

Svarboxið og kóði fyrir vefmælingar styðja nú öryggisþætti CSP (Content Security Policy). Vefir sem hafa virkjað CSP vernda gesti sína frá kóða og efni sem á annan uppruna en þá sem vefsíðan treystir. Tæknimenn geta haft samband við okkur um þá headera sem við mælum með.

// gudmundur

Vika 39/2018

Vika 38 (17.09 - 23.09) birt.

Ný vika birt á veflistinn.is

// gudmundurSíða: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 > >>Fréttalisti · Atburðaskrá