Markmið Modernus


Modernus er latína og þýðir hinn nútímalegi maður.

Nafn félagsins, Modernus, var uppnefni á Dr. Durandus, sem var þekktur heimspekingur og guðfræðingur í Frakklandi á miðöldum. Dr. Durandus hafði í stuttu máli þá skoðun að maðurinn væri staddur á jörðinni á eigin forsendum en ekki bara fyrir tilstilli Guðs. Skoðanir Durandus þóttu afar nútímalegar á þessum tíma. Svo mjög reyndar, að hann var uppnefndur Dr. Modernus.

Nafninu er ætlað minna starfsmenn Modernus á markmið fyrirtækisins, sem er að vera nútímalegt fyrirtæki í víðum skilningi þess orðs. Modernus nafnið fannst í Brock Haus Enzylopädia haustið 1999. Fyrirtækið var formlega stofnað í mars 2000 og sameinaðist inn í Internet á Íslandi hf. 2007.

Nokkur fyrirtæki hafa stælt Modernus nafið s.s. "Moderna", sem var skammlíft fjárfestingafélag í Svíþjóð af íslenskum ættum, Modernus.co.tk, tyrkneskur seljandi hugbúnaðar, sem einnig tengist íslenskum aðilum og var stofnað 2003. Okkur í "orginal" Modernus þykir af þessu nokkur heiður :). Þótt einkahlutafélagið Modernus hafi verið lagt niður, lögum samkvæmt, þegar félagið sameinaðist inn í annað félag, þá er Modernus enn sprelllifandi sem samheiti á þeirri hugbúnaðarþjónustu sem félagið Modernus framleiddi og veitti.