Innsetning á mælikóða Modernus

(Sækja sem PDF>)


Hér eru einfaldar leiðbeiningar varðandi innsetningu á vefmælikóða Modernus.

Áður en innsetning mælikóðans hefst þarf að ganga úr skugga um að sérmerkingin í honum tilheyri örugglega vefnum sem kóðinn á að mæla. Nafn vefjarins (lénið) kemur fyrir efst í kóðanum. Þetta á þó ekki við um fría teljarann, teljari.is®, sem er til kynningar fyrir einstaklinga. Þar er notaður sameiginlegur "uni-kóði".

  1. Afritið kóðann (copy) beint úr skránni sem barst frá Modernus, eða sendið kóðann á tæknimann beint úr vefkerfi Modernus undir >>Stillingar/Virk vefmæling/mælikóði Modernus.
    Límið (paste) kóðann beint inn í html-skjölin sem hann á að mæla. Gott er að hafa báða glugga í fullri stærð á meðan unnið er til að forðast uppskiptingu á línum.
  2. Notið einfaldan textaritil (t.d. Notepad) við innsetningu á kóðanum en forðist að nota heimasíðugerðarforrit (t.d. Frontpage) við innsetninguna. Þau geta eyðilagt kóðann með því brjóta upp línurnar í kóðanum og fjölga þeim.
  3. Síðuheitið á að skrifa inn í kóðann á milli gæsalappanna á tveimur stöðum. Fyrst í línu 10 (litað rautt) þar sem stendur: "SÍÐUNAFN" og í línu 20 þar sem einnig stendur p=SÍÐUNAFN". Athugið sérstaklega, að gæsalappirnar eiga að standa óhreyfðar, og einungis orðið SÍÐUNAFN á að hverfa.
  4. Síðunöfn sem innihalda íslenska stafi og bil [ ] er ráðlagt að breyta með URLEncode. Einfaldan URL encode þýðara má nálgast hér á síðunni.
  5. Mælingin hefst sjálfkrafa eftir að kóðinn hefur verið vistaður inn á vefinn. Um klukkustund og tuttugu mínútur líða þar til fystu tölur verða sjáanlegar í notendaviðmótinu. Innskráning í vefkerfi Modernus er á login.modernus.is.

Ábendingar varðandi "dýnamíska" innsetningu mælikóða Modernus

Best er að staðsetja kóðann á föstum stað í grunninum, t.d. í fót, sem birtist á öllum síðum. Í kóðanum er síðan búin til skrift sem les inn síðuheitið (oftast geymt í breytu) og staðsetur það í línu 10 og línu 20 í kóðanum samkvæmt leiðbeiningunum í C-lið hér að ofan. Einnig er hægt að nota javascript breytuna 'document.title' sem sækir síðunafnið (title) beint úr HTML skjalinu.

Ef nota á íslenska stafi og bil í síðunöfnum verður að gera það með því að nota URLEncode. URLEncode skipanir eru til í flestum vefforritunarmálum. Nokkur dæmi: Javascript: escape(Síðuheiti), PHP: urlencode(Síðuheiti), ASP: Server.URLEncode(Síðuheiti). Sjá fyrirvara um íslenska stafi í 4. lið.

Lágmarksaðstoð við innsetningu er veitt án endurgjalds í svarboxinu á modernus.is.