Vika 26 (26.06 - 02.07) birt.

Síðasta vika var ágæt og sérstaklega ágæt hjá þeim vefum sem settu met í heimsóknum og birtist á veflistinn.is.

  1. Umkomulausir 11 ára tvíburar í óvænt ævintýri með lögreglunni í Reykjanesbæ [vf.is]
  2. Á sprellanum í gosbrunninum [vf.is]
  3. Landeigendur hyggjast hefja gjaldtöku á bílastæðum í óþökk allra hlutaðeigandi [skessuhorn.is]
  4. Sigurjónsbakarí opnar kaffihús í Hólmgarði [vf.is]
  5. „Það er ekki slys að setjast drukkinn undir stýri“ [austurfrett.is]
Álagningarseðlar einstaklingar voru gerðir aðgengilegir á rsk.is og í framhaldi var fyrra met í fjölda notenda slegið. Í þessari viku fóru þangað 143.773 notendur en fyrra met var upp á 115 þúsund notendur í elleftu viku.
Írskir dagar voru á Akranesi um helgina með hljómsveitum og skemmtunum. Áætlunarskiglingar frá Höfuðborginni og Akraness hófust núna í mánuðinum (19. júní), fjölgun ferða var um helgina og athuguðu margir frétt tengda þeim ferðum og dagskrá hátíðarinnar. Mikil fjölgun var á töldum notendum á akranes.is frá fyrri viku og sló vefurinn met.

// gudmundur

Skrifað 03. Jul 2017 11:00