Vika 25 (19.6 - 25.6) birt.

Veflistinn uppfærður með nýrri viku.

  1. Stoppað þar sem hentar þrátt fyrir hættuna sem því fylgir [skessuhorn.is]
  2. Flóð í Hlíðarendaá [austurfrett.is]
  3. Ekkert að því að dorga af bryggjum í Norðfirði [austurfrett.is]
  4. Flætt inn í flesta kjallara við Lónið [austurfrett.is]
  5. „Ég man ekki eftir mér fyrr en mánuði seinna“ [skessuhorn.is]

Vatn

Á meðal fimm mest lesnu frétta vikunnar kom vatn víða við sögu. Flóð var í ám á Eskifirði og Seyðisfirði, stangveiði kom við sögu og bíll keyrði út í ÖlfusáSjóstangaveiðimót íslenskra áhugamannafélaga um sjóstangaveiði mun ekki verða haldið í sumar þar sem ekki fékst veiðiheimild í ár.

Einnig var móðir með sonum sínum sagt að dorg sé bannað á bryggju í Norðfirði þar sem þau voru að stunda veiðar. Lögregan taldi að bann væri á veiðum innan þess friðunarsvæðis sem þau voru innan, en eftir nánari athugun kom í ljós að landeigandi sem getur bannað stangveiði, hafði ekki gert það.

Ferðamenn

Hestar eru mjög fallegar skepnur sem gaman er að virða fyrir sér. Oft stoppa vegfarendur út í vegkanti við girðingar og gefa hestum. Þegar stórir langferðabílar stöðva ferð sína til að hleypa ferðamönnum út til að klappa íslenskum hestum getur skapast slysahætta þar sem þrengra akstursrými verður á vegi.

Ferðamenn geta nú tekið Strætó innan marka höfuðborgarsvæðisins og nýtt sér borgarpassann til að ferðast og fara á söfn í nokkra daga.

// gudmundur

Skrifað 26. Jun 2017 10:21