Vika 21 (22.05 - 28.05) birt.

Nýr vikulisti er kominn út á veflistinn.is

Mest lesnu fréttir vikunnar:

  1. Fékk ekki að taka svarta beltið þrátt fyrir að standast kröfur
  2. „Stefán Már var með hjarta úr gulli“
  3. Losaði sig við skuldsett skipsflak á eina krónu
  4. Kolbrún Júlía dúxaði með 9,74 í meðaleinkunn
  5. Ólafía Þórunn fékk örn á lokaholunni og flaug áfram

Sem fyrr er Veðurstofuvefurinn, vedur.is, langstærstur með rétt um 150.000 vikulega notendur. Án þess að lasta nokkurn vef má fullyrða að vedur.is sé mikilvægasti vefur landsins. Fréttir af veðri, veðurspár og -aðvaranir eru án efa mikilvægasta öryggistæki landsmanna.

RSK.is rauk upp um tæp 23%, sem er óvenjulegt á þessum árstíma, en tæplega 42.000 notendur nýttu sér vefþjónustu RSK.is í 21. viku, eða litlu minna en 'kefairport.is', vef Flugstöðvarinnar á Keflavíkurvelli, sem hækkaði um 9.5% milli vikna með 44 þús. notendur. Visitreykjavik.is hækkaði um 7.7% og hann notuðu rúmlega 20.000. Sumarið hefur í áranna rás ekki verið besti tími vefjanna, en á því eru undantekningar. Vefur Bændablaðsins, bbl.is, hækkaði um 45% milli vikna og endaði vikuna í tæplega 5.000 notendum.

-jpj.

Skrifað 31. May 2017 10:09