Vika 20 (15.05 - 21.05) birt.

Nýr vikulegur listi kominn út á veflistinn.is.

Nú ber svo við að „mest lesna frétt vikunnar“ reyndist vera eldgömul en sívinsæl spurning, sem var svarað á Vísindavef H.Í. árið 2002!

  1. Er hægt að deyja úr leiðindum, til dæmis í dönskutíma?
  2. Umsátursástand í Grindavík
  3. Parasit oder Reiter? Ein Text von Hinrik Þór Sigurðsson
  4. Borgaraleg handtaka í Njarðvík
  5. Óttast úrgangsolíu og þrávirk efni í jarðvegi
Við megum til með að segja frá því að það var Steindór Dan Jensen, þáverandi starfsmaður Modernus og nemandi í Hagaskóla (og núv. ritari Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis) sem samdi hina tímalausu og sívinsælu spurningu „Er hægt að deyja úr leiðindum, t.d. í dönskutíma?“ sem svo fæddi af sér eitt skemmtilegasta og mest lesna svar sem birst hefur á Vísindavef H.Í. fyrr og síðar.

 

// gudmundur

Skrifað 22. May 2017 10:00