Vika 33/2018

Vika 32 (06.08 - 12.08) birt.

Nýjasta uppfærsla veflistans hefur verið birt fyrir viku 32.

Gay Pride hátíðin var haldin með pompi og prakt síðustu helgi og sóttu þúsundir innlendra og erlendra gesta hátíðina, þar sem Páll nokkur Óskar var í fremstur í flokki og skemmti gestum hátíðarinnar eins og honum einum er lagið.
// thor

Vika 32/2018

Vika 31 (30.07 - 05.08) birt.

Nýr veflisti opinberaður nú í viku 31.

 

// gudmundur

Vika 31/2018

Vika 30 (23.07 - 29.07) birt.

Veflistinn.is uppfærður

 

Í Neskaupsstað leita menn að óprúttnum brennuvörgum sem kveiktu eld í dekkjarólu á einkalóð. Íbúi á Sauðárkróki veltir því fyrir sér hvort ekki megi opna hlið á girðingu fótboltavalla bæjarins svo að börn klifri ekki yfir til þess að ná í bolta sem hefur verið skotið yfir grindverkið og eigi þá hættu á að meiða sig og/eða rífa föt sín. Þá hélt Guðmundur R. Gíslason, tónlistarmaður í Neskaupstað, tónleika sama dag og heimsfræga rokkhljómsveitin Guns N' Roses hélt stærstu tónleika sem haldnir hafa verið á Íslandi á Laugardalsvelli. Þá fengu tveir golfarar golfkúlu í sig á Íslandsmótinu í höggleik, blessunarlega fór ekki verr.
// thor

Vika 30/2018

Vika 29 (16.07 - 22.07) birt

Veflistinn.is uppfærður

Gagnasöfnun og athuganir vélmenna

Vedur.is er vefur sem auðvelt er að ná nytsamlegum upplýsingum frá með vélrænum hætti, en þá skiptir máli með hvaða hætti upplýsinganna er aflað. Í vikunni fannst vélræn umferð sem bjó til gerfinotendur, eflaust af fyrirtæki í ferðamannabransanum. Óþarfi er að nota botta sem nota vafra til að ná í upplýsingar, t.d. af vedur.is, og viljum við biðja viðkomandi að nota betri leiðir.
Annar vefur sem lennti í sjálfvirkum athugunum er vefur Akranes, en yfir 5.000 notendur komu frá sama aðila á sunnudaginn var.

Framtíðaráhugamál

Hjólreiðafélag Reykjavíkur auglýsti í vikunni fjallahljólanámskeið fyrir börn og unglinga sem varð þeirra mest lestna undirsíða yfir vikuna. Við mælum sterklega með því að börn fái hreyfingu. En fyrir eldra fólk, sem annaðhvort er í góðu formi eða kýs að efla hugann, mælum við með tölvuleiknum Counter-Strike : Global Offensive. Tvo lið fyrir fólk á eftirlaunum eru starfandi í Skandinavíu, Silver Snipers og Gray Gunners. Þau lið kepptu gegn hvort öðru í sumar og hafa mætt á samkomur til að spila. Spilarar liðana segja að spila Counter-Strike reyni á hugann og viðhaldi skerpu í hugsun. Ísland ætti að stofna slíkt lið og koma af stað norðurlandamóti.


// gudmundur

Vika 29/2018

Vika 28 (09.07 - 15.07) birt.

Veflistinn.is uppfærður

 

Þrjár mest lesnu greinar 28. viku á veflista Modernus fjalla allar um bæjar- og sveitastjóramál í Garði og Sandgerði, í Árborg og á Vopnafirði. Þá greindu Víkurfréttir frá nauðlendingu þotu American Airlines vegna tilkynningar viðvörunarkerfis vélarinnar um að eldur væri laus í vélinni, en svo var blessunarlega ekki. 
// thorSíða: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 > >>Fréttalisti · Atburðaskrá