Vika 33/2017

Vika 32 (7. - 13. ágúst)

08:45. Nýr vikulisti hefur verið birtur.

Jafnvel þótt Vedur.is hafi lækkað um heil 10% milli vikna, sem eflaust má setja í samheingi við að nú koma landsmenn óðum heim úr sumarfríum sínum, er hann er eftir sem áður langstærstur vefjanna á Veflistanum með rúmlega 190.000 vikulega notendur – innlenda jafnt sem erlenda. Fólk hefur einfaldlega gríðarlegan áhuga á upplýsingum og spám um veður, enda stjórnar það lífinu á jörðinni – ekki maðurinn.

Kefairport.is, Island.is og RSK.is raða sér nokkuð þétt í næstu 3 sæti listans með milli rúmlega 53.000 og 35.000 notendur. Midi.is tekur svo fimmta sætið örugglega, með rúmlega þrjátíu þúsund notendur á undan visitreykjavik.is, sem vermir sjötta sæti veflistans, rétt á undan Víkurfréttum (vf.is) sem taka 7. sætið með glæsibrag, rétt á undan Reykjavik.is, sem er 8. stærsti vefur listans, með 21.549 vikulega notendur.

Hástökkvarar vikunnar eru: samfélagsvefurinn Reykjavík.is (með 30,5% aukningu) og héraðsfréttavefurinn Skessuhorn.is (39,9%) annars vegar, og hestavefirnir Eiðfaxi (154,2%) og Feykir.is (20,5%) hins vegar. Haustið nálgast en það er jafnan skemmtilegur tími í vefmælingum.

Listinn yfir mest lesnu fréttir vikunnar: Talan vinstra megin við slóðinrnar, hér fyrir neðan, segir til um hversu margir notendur lásu viðkomandi frétt í vikunni.

Framvegis mun Modernus birta lengri og ítarlegri lista yfir vefslóðir, en ekki einungis fimm efstu fréttirnar, ásamt nöfnum þeirra, eins og hingað til. Þátttökuvefirnir eru hvattir til að smíða vefslóðirnar sínar þannig að auðvelt verði að lesa nafn fréttarinnar (skjalsins) í slóðinni. Aðrir vefir, sem jafnvel engin fréttanöfn birta, eru hvattir til að nýta einfalda „insert“ skipun til þess að setja síðunafnið inn í slóðina og fá þannig mun meir út úr vefmælingu Modernus. Sjá leiðbeiningar þar um.

f.h. Modernus, 14. ágúst 2017.
/JPJ.

 

Vika 32/2017

Vika 31 (1.- 6. ágúst)

Nýr vikulisti birtur fyrir 31. viku. Mest lesnu fréttir nýliðinnar viku:

1. http://www.vf.is/frettir/marta-er-nyr-framkvaemdastjori-kadeco/78316 (2.172 lásu)

2. http://skessuhorn.is/2017/08/01/breyttu-slipp-veislusal/ (1.916 lásu)

3. http://www.vf.is/frettir/mannbjorg-i-sjoslysi-vid-vogastapa/78317 (1.699 lásu)

4. http://www.vf.is/frettir/aetlar-ad-gefa-lifrinni-fri-um-verslunarmannahelgina/78321 (1.442 lásu)

5. https://www.vikudagur.is/is/frettir/ryk-dustad-af-greinarkorni-i-fullri-vinsemd (1.366 lásu)

Modernus

Vika 31/2017

Vika 30 (24.07 - 30.07) birt

Nýr veflisti birtur, vinslæustu fréttir nýliðinnar viku eru: 

 1. Slógust með hnífum á gistiheimili [vf.is]
 2. Sandgerðisbær kaupir smáhýsi til að bregðast við húsnæðisvanda [vf.is]
 3. Ungir frumkvöðlar stofna bílastæðaþjónustu við flugstöðina [vf.is]
 4. Lindex flýtir opnun í Reykjanesbæ [vf.is]
 5. Leikmenn Kára og Þróttar borguðu sig inn á eigin leik í Vogum [vf.is]

Í síðustu viku hækkaði Víkurfréttir um 21,7% og núna í þessari viku um 31,7% í fjölda lesenda á sama tíma og margir aðrir fréttavefir lækka í lesningu. Því kemur ekki á óvart að vefurinn er með fimm vinsælustu fréttir vikunnar.

// gudmundur

Vika 30/2017

Vika 29 (18.07 - 23.07) birt

Nýr vikulegur listi birtur á veflistinn.is

 1. Leysa bílastæða vandann við Flugstöðina [vf.is]
 2. Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Hafnafirði [vf.is]
 3. Suðurnesjalöggan fer ekki til Tenerife [vf.is]
 4. Ekki ástæða til að óttast að vera sendur á Norðfjörð [austurfrett.is]
 5. Prófessor í sýklafræði ósammála skýrsluhöfundum Félags atvinnurekenda [bbl.is]

Akureyri

Bjarnarkló, eða risahvönn, er planta sem bönnuð til ræktunar á Akureyri frá árinu 2011. Snerting á safa hennar getur valdið slæmum bruna, þá sérstaklega í sól.
Því kemur ekki á óvart, sérstaklega með þetta góða veður í vikunni, að bresk ferðaskrifstofa hóf millilandaflug á milli Akureyrar og margra mismunandi breskra borga.

// gudmundur

Vika 29/2017

Vika 28 (10.07 - 17.07) birt

Veflistinn.is uppfærður með nýjum vikulegum tölum.

 1. Veiðiþjófar gómaðir við laxveiði með aðstoð dróna [skessuhorn.is]
 2. Tekjur Austfirðinga 2017: Fjarðabyggð [austurfrett.is]
 3. Lífið er núna – svo sannarlega. Umsögn og myndir [feykir.is]
 4. Keyptu Laxárbakka og eru byrjuð starfsemi [skessuhorn.is]
 5. Tekjur Austfirðinga 2017: Seyðisfjörður [austurfrett.is]

Á meðal top fimm mest lesnu fréttum vikunnar voru tekjur Austfirðinga 2017 fyrir Fjarðabyggð og Seyðisfjörð, en einnig voru vítt lesnar greinar um BorgarfjörðDjúpavogshreppFljótsdalshreppFljótdalshérað, Vopnafjörður.
Á hinum enda landsins í Reykjanesbæ er vöðvatröll sem gekk annsi vel í Vestfjarðarvíkingnum

// gudmundurSíða: 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 > >>Fréttalisti · Atburðaskrá