Vika 01/2018

Svarbox hægt

Svarboxið varð hægt klukkan 13:04 2018-01-04. Lokað var fyrir tengingu þess sem orsakaði hægaganginn og voru kerfin komin í lag klukkan 15. Ekki þurfti að endurræsa spjallþjóninn en þegar mest álag var á honum gátu þjónustufulltrúar ekki skráð sig inn og viðskiptavinir þurftu að bíða í 5 sekúndur eftir að opna spjallglugga.

Vika 31/2017

Svarbox endurræsing

Endurræsa þurfti spjallþjón klukkan 13:38 þar sem spjalljþjónn hætti að svara fyrirspurnum.

Vika 01/2017

Villa í opnunartímum

Villa varð klukkan 10:15 í morgun í grunnkerfi Svarboxins svo að þau Svarbox sem ekki voru með skilgreindann opnunartíma í morgun var óvart tekið eins og um lokun sé að ræða.

Þessi villa var löguð um 13:15 leitið og virka opnunartímar nú rétt.

Vika 41/2016

Bilun í Svarboxþjóni

Bilun var í Svarboxþjóni um morgun 10 októbers 2016 svo að þjónustufulltrúar gátu ekki skráð sig inn tímabundið og viðskiptavinir komust ekki í samtöl. Vandamálið var lagað skömmu eftir uppgvötvun.

Vika 37/2016

Bilun í póstkerfi

Bilun í póstkerfi Modernus kom í veg fyrir að morgun- og vikuskýrslur og skilaboð frá Svarboxi kæmust til skila. Viðgerð lauk um 10:50 með þeim afleiðingum að gömul skilaboð frá Svarboxi voru sent aftur út til notenda.

jpj.

Vika 33/2016

Yfirfærsla gagna stöðvaðist

Yfirfærsla gagna úr móttökukerfi yfir í notendaviðmót stöðvaðist á sunnudag vegna hugbúnaðarbilunar, sem aftur olli um sólarhringsseinkun í birtingu Veflistans.

J. 

Vika 30/2016

Töf á teljaragögnum

Vélabilun var í einni vél teljaragagnagrunnsinns sem ekki var hægt að laga. Engin gögn töpuðust og gagnagrunnur vefmælinga kominn aftur í gagnið. Þær talningar sem ekki komust í gagnagrunn vegna bilunarinnar eru í vinnslu og verða komnar inn fyrir dagslok.

Vika 17/2015

Straumrof

Rof á þjónustu ISNIC varð í dag kl. 14:08 þegar vinna við varaaflgjafa gerði það að verkum að miðlægur sviss missti rafmagn og olli algjöru netleysi í tækjasal ISNIC.

 

Straumrofið varði í 8 mínútur, og voru þjónustur aftur aðgengilegar kl. 14:16. Á þessum tíma voru engar flettingar taldar og öll samtöl í Svarboxinu rofnuðu.

Vika 13/2015

Villa í mælikóða í meðhöndlun á #

Í gær, 26/03/2015, kom í ljós að flettingar reyndust hlutfallslega margar miðað við fjölda notenda og innlita hjá nokkrum vefjum sem nota # merkið í titil (page) gildinu á greinum, t.d. vegna greina sem fjölluðu um #freethenipples (m.ö.o. fjöldi notenda og innlita er vanmældur).

Lokið var við að laga villuna og uppfæra allar 8 teljara-vélarnar sem taka við gögnum kl. 18:15 þann 26/03/2015. Þetta var gert með því að nota encodeURIcomponent á page gildið (síðuheitið), þannig að öll tákn munu framvegis skila sér til Modernus.

J.

 

Vika 49/2013

Bilun í svarboxserver í nótt.

08:55. Endurræsa þurfti Svarbox-þjónustuna í morgun. Ekki er vitað hvað olli biluninni í nótt.