Vika 30/2016

Vika 29 (18.07 - 24.07) birt.

Ný vika færð inn á veflistinn.is

  1. Dirty Secret Uncovered: Doing Business on Surtsey
  2. Er einhverjum illa við þig? ellílífeyrisþegi í áfalli bíllinn stórskemmdur
  3. No, The Government Will Not Pay You To Marry An Icelander
  4. Hann var alltaf að drepast í hálsinum stífur og pirraður þar til hann gerði þetta
  5. Falsaðir 5000 þúsund kallar í umferð

Enskar fréttir

Frétt Iceland Review fór á flug í enn eitt skiptið á Reddit en þessi frétt var þriðja mest lesna frétt 2015. Þriðja vinsælasta frétt vikunnar var í fyrsta sæti fyrri viku og fjallaði um að karlmenn frá Norður Afríku hafi reynt að komast í samband við íslenskt kvenfólk og utanríkisráðuneytið til þess að fá mánaðalegar greiðslur fyrir að vera kvæntir íslenskum konum.

Vika 29/2016

Vika 28 (11.7. - 17.7.) birt

  1. No, The Government Will Not Pay You To Marry An Icelander
  2. Þessi töfra-blanda er sú öflugasta fyrir baðherbergið þitt
  3. Elfen verhindern Erdbohrung nach Wasser
  4. Hún drekkur þetta daglega en hefur ekki hugmynd að það er krabbameinsvaldur
  5. Hann sleppti sykri og hætti að drekka afengi í heilan mánuð útkoman er sláandi

Ofangreindir hlekkir vísa inn á mest lesnu fréttir vikunnar. Athygli vekur að frétt á þýsku um álfa sem hindruðu borun eftir vatni, sem birtist á Iceland Review, er í þriðja sæti!

Stærsti vefurinn á Modernus-listanum, vedur.is, jók notendafjöldan enn á ný í nýliðinni viku og endaði með rúmlega 171 þúsund notendur. Veður.is hefur stöðugt sótt í sig veðrið undanfarnar níu vikur, eins og hann hefur gert undanfarin ár á sumrin, ólíkt flestum vefjum sem mega sjá á eftir hluta notenda sinna út í náttúruna á sumrin.

Skemmti- og fréttavefurinn frettanetið.is heldur öðru sæti listans, þrátt fyrir talsverðan samdrátt (27%) milli vikna. Rétt á hæla Fréttanetsins koma grapevine.is og icelandreview.com, hvor með rúmlega 53.000 vikulega notendur. Í fimmta sætinu er svo vefur alþjóðaflugvallarins á Miðnesheiði, kefairport.is, sem Isavia rekur af miklum myndarskap. Þessi upptalning fimm efstu vefjanna á Modernus-listanum sýnir vel að háannatími íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja stendur nú sem hæst og að erlendir ferðamenn eiga orðið drjúgjan hluta af innlendri netnotkun.

Rauðar prósentutölur (mínus) eru annars algengar á veflistanum á sumrin (eðlilega). Þess vegna vekur ríflegur vöxtur Viðskiptablaðsins (vb.is) athygli nú á miðru sumri. Frétt á VB um sjóð sem græddi 100 milljarða á bankahruninu fékk mikla athygli sem og grein þeirra um úlpusölu.

Þá vekur rúmlega tvöföldun (107%) taldra notenda séðogheyrt.is athygli og verður örugglega sett í samhengi við nýlegar breytingar á þeim bæ. Tæplega 20.000 áhugasamir notendur lásu viðtöl og skoðuðu myndir af fræga fólkinu á Séð og heyrt í vikunni, þ.á.m. fínt viðtal við Tóta tönn, veiðimanninn geðþekka.

Það getur bæði verið gaman og athyglisvert að gramsa í listanum. Þannig má t.d. sjá að ekki hafa færri skoðað vef Alþingis í heilt ár en í nýliðinni (28.) viku, enda Alþingi í sumarfríi. Þrátt fyrir það opnuðu yfir 10.000 notendur Alþingisvefinn í síðustu viku. Skildi fólkið vera að máta sig við stólana?

Nýlegur vefur á listanum, og allrar athygli verður, er www.rix.is með um 45 vikulega notendur! Mjór er mikils vísir segir máltækið, en í þessu tilfelli á það við um mikilvægi þessa litla vefjar, sérstaklega fyrir innlent netsamfélag. Rixinn, eins og hann er kallaður, er sannkölluð netmiðja Íslands og þannig séð mætti halda því fram að hann (rix.is) sé langumferðarmesti vefur (punktur) landsins, þótt það sé ekki mælt í fjölda notenda á viku eins og Modernus gerir.