Vika 07/2017

Frítt Svarbox® og frír teljari fyrir einyrkja og smáfyrirtæki!

Frítt netspjall fylgir nýrri útgáfu af Svarbox® fyrir smáfyrirtæki og einstaklinga

Nú geta allir vefir fengið frítt Svarbox® vefspjallskerfi frá Modernus! Þetta eru frábærar fréttir fyrir einyrkja og smáfyrirtæki, sem vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á beint samband af vefsíðunni. Dæmi eru um spákonu, sálfræðing, húkrun og alls kyns ráðgjafa, sem nota Svarbox® með góðum árangri. Vefurinn öðlast nýtt líf með Svarbox® netspjalls- og skilaboðakerfinu. Auktu vefþjónustuna og söluna með Svarbox® - nú frítt fyrir einyrkja og smáfyrirtæki!

Verðskrá Svarbox-kerfisins helst óbreytt utan þess að eitt innskráð fulltrúasæti (1 notandi) kostar ekkert! Breyting þessi er gerð í tilefni þess að handan hornsins er útgáfa á Svarbox2.0, nýtt spjallkerfi sem hentar öllum stýrikerfum, þ.m.t. þeim fjölmörgu sem nota Mac og Linux tölvur (það var kominn tími til að gera eitthvað gott fyrir nördana).

Þú færð ókeypis Svarbox® netspjall með því að velja 1 undir fjölda samtímanotenda á umsóknarforminu

Ókeypis teljari fyrir alla litla vefi :) 

Vefmæling Modernus býður nú einnig möguleika á fríum teljara fyrir smáa vefi. Engin skert þjónusta og allir vefir geta, ef þeir vilja, tekið þátt í opinberum birtingum Modernus á veflistinn.is – eins og kemur fram í umsóknarforminu.

Jafnframt hafa lægstu árgjöldin verið afnumin og verður því þjónustan alveg endurgjaldslaus fyrir vefi með 1.000 eða færri notendur að meðaltali á viku. Verðskráin helst hins vegar óbreytt fyrir þá sem eru með yfir 1.000 notendur að meðaltali á viku. Modernus er eins og ISNIC á móti verðhækkunum og leggur þess í stað mikla áherslu á að ná sífellt til sín fleiri og fleiri viðskiptavinum. Yfir 50 fyrirtæki nota vefspjallið Svarbox® og um 200 innlendir og erlendir vefir nota vefmælingu Modernus, sem er með elstu hugbúnaðarþjónustum sinnar tegundar, en Modernus hóf göngu sína aldamótaárið 2000.

// gudmundur

Vika 07/2017

Vika 6 (6.2 - 12.2) birt.

Nýr vikulegur listi kominn út á veflistinn.is

  1. Skúli Mogensen fellur á eigin bragði [sedogheyrt.is]
  2. Systurnar Eik og Ellý: „Svona nærum við líkama og sál“ [frettanetid.is]
  3. Hún dreifði salti út um alla íbúð og útkoman er æðisleg [frettanetid.is]
  4. Áríðandi tilkynning vegna Reykjanesbrautar [vf.is]
  5. Kári leggur umbúðalausum viðskiptum lið [bb.is]
// gudmundur