Vika 35/2016

Vika 34 (28.08 - 22.08) birt.

Veflistinn.is uppfærður nú með viku 34.

Vélbúnaður var uppfærður í vikunni á gagnagrunnum vefmælingarinnar og tveir nýjir teljarar voru teknir í notkun.

  1. Þau voru gift í 37 ár, hann ákvað að byrja með einkaritaranum, þetta er það sem gerðist [frettanetid.is]
  2. Bannar flutning á laginu „Gamli bærinn minn“ á Ljósanótt [vf.is]
  3. No, The Government Will Not Pay You To Marry An Icelander [grapevine.is]
  4. Hún uppgötvaði myglu heima hjá sér, en náði að útrýma henni [frettanetid.is]
  5. Það er líf eftir dauðann, segir taugaskurðlæknir í Harvard [frettanetid.is]

Fréttir

Fyrsta eintak á íslenskum ofurjeppum fór í smíði nú í ágúst. Þessir jeppar geta komið að góðum notum hjá björgunarsveitunum. Önnur grein sem var skrifuð í vikunni tengist óbeint björgunarsveitum, en hún fjallar um sjúkrafluttninga á Íslandi.

Upphaf skóla

Nú í 34. viku árs og nær dregur lok sumars, hefst skólastarf aftur eftir sumarfrí. Eins og búast má við sjáum við aukningu á umferð um nams.is (sem er lén námsefnis mms.is) og það var jafnvel aukning umferðar um visindavefur.is. Einnig huga eldri nemendur að vetri og hefur fjölgun orðið í töldum notenda island.is í viku 34 árið 2016 þegar þeir skrá sig inn á vefsvæði Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Met í talningu

Island.is var í hópi þeirra vefsvæða sem sló met í fjölda notanda í vikunni og hækkaði um 5,8% frá fyrri viku. Vefurinn hefur því slegið met sitt tvær vikur í röð því þeirra fyrra met frá fyrri viku var upp á 49.164 notendur, 2.839 notendum færri en í þessari viku.

Visitakureyri.is hækkaði um 39,6% frá fyrri viku og sló met sitt með 7.759 notendum talda í vikunni, en akureyri.is í næsta sæti á eftir sló ekki met en hækkaði þó umfram mælingar síðasta árið.

Við viljum einnig nefna tvær aðrar vefsíður sem báðar hafa ekki mælst eins hátt lengi. Natturan.is var með 2.894 talda notendur í vikunni hefur ekki mælst hærri síðan í janúar 2013  og bb.is hækkaði um 62,7% frá fyrri viku, en fyrra met þeirra frá byrjun 2014 hljóðaði upp á 36.722 notendur.

// gudmundur

Vika 34/2016

Vika 33 (15.08 - 21.08) birt.

Veflistinn.is uppfærður með viku 33.

Haustið nálgst óðfluga og aukningin á island.is er merki um að skólavefirnir eru komnir í fullan ganga eftir frábært sumarfrí. Island.is er trúlega langvinsælasta 'innskránings-gátt' landsins.

Eftirfarandi hlekkir leiða inn á mest lesnu fréttir vikunnar:

  1. Hún dreifði salti út um alla íbúð og útkoman er æðisleg. [frettanetid.is]
  2. Hátt í 3 milljónir söfnuðust [karfan.is]
  3. Kafnaði á sundlaugarbakka vegna græðgi [vf.is]
  4. Svona á samfélagið að virka! [karfan.is]
  5. Myndir: Tilfinningaþrungin stund við Sunnubraut [vf.is]