Vika 34/2018

Vika 33 (13.08 - 19.08) birt.

Veflistinn.is uppfærður

Skólar

Skólar eru að undirbúa skólasetningu og eru því vefsíður tengdar skólum á leið upp á listanum, t.d. hækkaði um 86,3% frá fyrri viku og mun líklega halda áfram að fjölga notendum á næstu vikum eins og ávalt gerist á þessum tíma árs síðustu ár. 
Undirbúningar er einnig á Húsi íslenskra fræða og áhugavert verður að sjá hvenær sá undirbúningur klástast, en verklok eru áætluð í 2021.

Reykjavík

Reykjarvík verður mjög upptekin í vetur við allskonar verkefni eins og frekari könnun á styttingu vinnuvikunnar. Menningarnótt var að vanda haldin með ótal atburðum um alla borg og fóru margir á vefsíður Reykjarvíkurborgar í leit að dagskrá og öðrum upplýsingum um hátíðina.

Í fréttum er þetta helst

Loksins verður reynt að opna fyrir bílaumferð um Vaðlaheiðargöng í haust eins og greint var frá á vefnum vikudagur.is en göng á þessum stað hafa verið í jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar frá aldamótum. Þá var Ölfusárbrú opnuð fyrir umferð þremur dögum fyrir áætlun, en framkvæmdir á brúnni þykja hafa gengið ákaflega vel. 

// gudmundur & thor

Vika 33/2018

Ný verðskrá fyrir Svarboxið

Langt er síðan að verðskrá Svarboxins var síðast uppfærð, þótt helstu keppinautar okkar hafi gert það. Nýja verðskráin er örlítið breytt og styttri, bilin færri. Nú skartar hún ókeypis útgáfu fyrir einyrkja og þá sem aðeins þurfa 1 þjónustufulltrúa, sem eru helst ýmiskonar góðgerðarsamtök, litlir skólar o.þ.h. Nýja verðskráin tók gildi 15. ágúst.

Verð með 24.5% virðisaukaskatti.

 

Sem dæmi þá er árgjald Svarbox þjónustu með fjóra samtímanotendur eingöngu 49.960 krónur á ári. Verðið hjá okkar helsta samkeppnisaðila, sem er bandarískur, er næstum helmingi hærra eða rúmar 83.000 krónur! Fyrir stærri fyrirtæki, sem þurfa deildarskiptingu og 10 samtímanotendur kostar þjónusta okkar eingöngu 109.900 krónur á ári, eftir hækkunina, en heilar 430.000 krónur hjá samkeppnisaðilanum! Hækkun verðskráarinnar er um 19%, án tillits til nýju frí-þjónustunnar, sem eðli málsins samkvæmt er fyrst og fremst ætluð til að auglýsa íslenska spjallkerfið :).

Sumarið 2017 gáfum við út Svarbox 2.0, forrit fyrir þjónustufulltrúa og í sumar kynntum við nýtt viðmót fyrir spyrjendur (ytri spjallglugginn) beta útgáfa. Við munum halda áfram að bæta þjónustuna og tengja þá sem heimsækja heimasíðuna þína við þjónustufulltrúa ykkar, með fókusinn á meiri þjónustu og meri sölu.