Vika 47/2017

Vika 46 (13.11 - 19.11) birt.

Nýr vikulegur listi birtur á veflistinn.is

Gamlar fréttir

Gömul fundargerð á akureyri.is kom óvænt inn á top lista vikunnar. Ástæða þess er líklega sú að Snorri Óskarsson skrifaði innlegg á Facebook að ólögleg uppsögn hans frá grunnskóla á Akureyri mætti rekja til Loga Má Einarssonar, sem hann rökstuddi með hlekk í fundargerðinaLogi neitar að hann hafi komið að uppsögninni. Um er að ræða á þriðja fund skólanefndar 6. febrúar 2012, þar sem nefndarmaðurinn Logi Már Einarsson talaði um svokallaðan „hatursáróður. Vill Snorri meina að þetta hafi orsakað uppsagnar hans.

Vefir láu niðri

Fjölmargir vefir fóru niður vegna kerfishruns 1984.is í vikunni. Skessuhorn.is átti afrit af vefi sínum og setti upp á öðrum vefþjóni, en nýlegar fréttir þeirra eru ekki aðgengilegar lengur. Frétt þeirra „Leggja til að útileikvöllur verði gerður fyrir fullorðna“ er hvergi aðgengileg lengur, en önnur frétt þeirra „Hnerripest í hundum og köttum“ er aðgengileg í gegnum skindiminnisafrit Googles.

Nýr vefur veiðin.is fór í loftið rétt fyrir hrunið hjá 1984.is og voru því fáir notendur mældir í vikunni, þessa örfáu klukkustundir sem vefurinn var uppi. Engin afrit eru aðgengileg af vefnum þessa stundina svo að ekki er hægt að fara á fréttir þeirra eins og Viðileyfin hækka í Breiðdalsá. Þar sem vefurinn er glæ nýr er hvorki hægt að finna skindiminnisafrit af efni vefsins né vefinn í gegnum leitarvélar.

// gudmundur

Vika 46/2017

Vika 46 (06.112 - 12.11) birt.

Nýr vikulegur listi hefur verið gefinn út á veflistinn.is

Einn dagurinn 11.11

Í vikunni var vefverslunahátðíð sem kalla mætti „Einn dagurinn“ (e. Single's Day), eða „Einhleypingahátíðin“ ef notast er við kínverskt heiti dagsins, 光棍节. Þessi dagur var haldinn hátíðlegur með útsölum í íslenskum vefverslunum og hafði það mjög jákvæð áhrif á fjölda heimsókna vefjanna.
Skor.is sannaði og sýndi að hún er líklega ein vinnsælasta fataverslun íslands á vefnum með þeim árangri að notendafjöldi vefsins hækkaði um rúmlega 50% og náði þessari viku 17.153 notendum. Þeirra fyrra met var sett í fertugustu viku þessa árs þegar þau náð þeim áfanga að 11.108 notendur voru taldir yfir þá vikuna.

Við reglulegt eftirlit kom í ljós að vélræn (ólögleg) umferð reyndist svo lítil að ekki var unt að nema hana með sjálfvirkum aðferðum. Eingöngu er um að ræða nokkra tugi notenda á viku hjá verslunarvefnum skor.is, en þessi umferð var sérstök að því leiti að alltaf fylgdust þrjár síðuflettingar að þó með ójöfnu millibili. Því gekk fjöldi þessara vélrænu heimsókna á hverja vefsíðu upp í þrjá. Að venju var notkunin dregin frá tölum vikunnar og talning á henni stöðvuð.

// gudmundur