Vika 38/2016

Netpjallið „Svarbox®“ sækir í sig veðrið.

Gaman er að segja frá því að salan á netspjallskerfinu Svarbox® hefur aukist nokkuð undanfarið (eftir lægð undanfarin ár), án þess að Modernus hafi auglýst kerfið sérstaklega.

Sérstaklega finnst okkur skemmtilegt þegar stórir viðskiptamenn, sem áður höfðu hætt með kerfið og sumir jafnvel tekið upp kerfi frá erlendum keppinautum, koma aftur í viðskipti. En þetta gerðist einmitt í vikunni sem er að líða (segjum frá því e. helgi hver það er, uppsetning stendur yfir en um er að ræða einn stærsta þjónustuvef landsins).

Líklega munar hér mestu um verðið á þjónustunni, sem er reyndr afar lágt hjá Modernus, en hitt skiptir líka miklu máli, að hjá Modernus er viðsmótshlý þjónusta – á íslensku!

Verðskrá fyrir netspjall Modernus (Allir greiða kr. 7.250 auk.vsk per sæti á ári f. 1-10 leyfi). Ekkert greitt fyrir stofnun notenda aðeins innheimt fyrir fjölda innskráðra sæta. Frítt "agent-to-agent" spjall. Fyrstu 8 stöfum í kortanúmerum sjálfkrafa eytt e. samtal. Íslensku og ensku leiðrétting og hægt að senda samtal milli fyrirtækja!

Verðskrá helsta keppinautarins (frá kr. 22.080 auk vsk per sæti) fyrir grunnútgáfu, sem er mun einfaldari þjónusta en Svarbox® býður upp á. Venjuleg útg. kostar 45.540 krónur ári (1$=115ISK) fyrir hvern innskráðan þjónustufulltrúa.

Vika 38/2016

Vika 37 (12.09 - 18.09) birt.

Ný vika gefin út á veflistinn.is.

Ótrúlegt er hversu oft og lengi falskar fréttir frá því í sumar, um að erlendir ríkisborgarar fái laun fyrir að giftast íslenskum kvennmönnum, eru lesnar. Í nýliðinni viku rataði þessi frétt Grapevine um falska frétt aftur í „heimspressuna“.

  1. No, The Government Will Not Pay You To Marry An Icelander [grapevine.is]
  2. No Money for Marrying Icelandic Maiden [icelandreview.com]
  3. Major Archaeological Find in Iceland [icelandreview.com]
  4. Bannað að ríða í þéttbýli í Grindavík [vf.is]
  5. Hún var alltaf með útþaninn maga, þangað til hún las þessa [frettanetid.is]

Aldrei fleiri notendur

Í þessari viku slógu nokkrar vefsíður met sín í notendafjölda á viku. 

Aldrei fleiri fóru á isnic.is en í vikunni. Þar var frétt titluð „Lögbann á heimilisfang“ frá vikunni á undan, sem margir fundu hlekk til á Facebook og mbl.is. Fréttin fjallar um lögbann á íslensk fjarskiptafyrirtæki um að þau neyðast til að stunda DNS falsanir, nokkuð sem beitt er af glæpamönnum á netinu. Þar er sagt að lögbannið sé vanhugsað, það sé tilgangslaust, óréttmætt og beinist að saklausum fyrirtækjum þegar kemur að starfsemi þeirra vefsvæða sem markmið virðist sé að refsa. Margir smelltu einnig á hlekk á Facebook sem leiddi yfir á brimborg.is þar sem Brimborg auglýsti að þeir væru byrjaðir að selja bílaleigubílana.

Vefur Verkalýðsfélags Akraness var hins vegar hástökkvari vikunar, en vlfa.is hækkaði um 319,2% frá fyrri viku. Isnic.is og bondi.is eingöngu tæplega tvöfölduðu notendafjölda sinn á sama tíma.

Það hefur verið stöðugur og hægur rísandi í notendafjölda leitir.is síðustu vikur. Því kemur ekki á óvart að jafnvel þótt að 6,9% fleiri hafi farið inn á vefinn í þessari viku en þeirri fyrri, má búast við að hann slái nýtt met í næstu viku.

Vísindavefurinn er ávallt vinsæll og kemur því ekki á óvart að aldrei fleiri skuli hafa farið inná vefinn í vikunni, þótt að það er álíka margir og ávallt heimsækja síðuna í viku hverri.